Aukaaðalfundur körfuknattleiksdeildar 18.desember

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs boðar til aukaaðalfundar deildarinnar miðvikudaginn 18.desember kl. 16:30 í Hamri.

Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Í lögum Íþróttafélagsins Þórs segir meðal annars:

6. grein
Hver deild skal hafa minnst þriggja manna stjórn: Formann, ritara og gjaldkera. Auk þess
er heimilt er að kjósa meðstjórnendur. Skal aðalfundur hverrar deildar taka ákvörðun þar
um.

7. grein

  • A) Aðalfundi deilda skal halda áður en aðalfund félagsins. Aðalfundur deildar telst
    lögmætur sé hann auglýstur opinberlega með minnst sjö daga fyrirvara.
    ...
  • C) Dagskrá aðalfundar deilda skal vera þannig:
    1. Skipaður fundarstjóri og fundarritari.
    2. Skýrsla formanns.
    3. Skýrsla gjaldkera, ársreikningur lagður fram.
    4. Starfsemi unglingaráðs.
    5. Kosningar.
    6. Önnur mál.