Nú árið er liðið - Annáll knattspyrnudeildar 2024

Knattspyrnudeild gerir upp árið 2024 hjá meistaraflokki karla og verður hér stiklað á stóru yfir það helsta sem dreif á daga Þórsliðsins á árinu með okkar helstu samstarfsaðilum.

Janúar með Macron

- Þrír leikmenn undirrituðu nýjan samning við knattspyrnudeild Þórs; þeir Aron Ingi Magnússon, Ingimar Arnar Kristjánsson og Ragnar Óli Ragnarsson og sömdu þeir allir til ársloka 2026.

- Arnór Bjarki Hjaltalín var valinn í hæfileikamótun dómara hjá KSÍ. Átta efnilegir dómarar á aldrinum 16-21 árs voru valdir í verkefnið.

- Alls átta leikmenn Þórs voru boðaðir til landsliðsæfinga með yngri landsliðum Íslands

U19 – Ingimar Arnar Kristjánsson

U17 – Pétur Orri Arnarson

U16 – Ásbjörn Líndal Arnarsson, Egill Orri Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason

U15 – Kristófer Kató Friðriksson

- Höldur - Bílaleiga Akureyrar og Knattspyrnudeild Þórs endurnýjuðu samstarfssamning sinn til þriggja ára. Höldur hefur um árabil verið einn af lykilsamstarfsaðilum knattspyrnudeildar Þórs og mun auglýsing frá Höldi prýða alla keppnisbúninga Þórs næstu árin.

Febrúar með Samskip

Lengjubikarinn

Njarðvík - Þór 1-5 (Aron Ingi Magnússon, Rafael Victor, Ragnar Óli Ragnarsson, Kristófer Kristjánsson, Fannar Daði Malmquist Gíslason)

Þór – Stjarnan 5-1 (Rafael Victor 2, Ingimar Arnar Kristjánsson, Egill Orri Arnarsson, Aron Ingi Magnússon)

HK – Þór 0-2 (Ingimar Arnar Kristjánsson, Aron Ingi Magnússon)

- Egill Orri Arnarsson æfði með danska stórliðinu FC Midtjylland í eina viku.

- Pétur Orri Arnarson lék tvo vináttuleiki með U17 í Finnlandi. Lék Pétur þar sinn tíunda landsleik.

- Fjórir ungir leikmenn skrifuðu undir nýja samninga við knattspyrnudeild Þórs. Atli Þór Sindrason og Davíð Örn Aðalsteinsson sömdu til ársloka 2026 og þeir Haukur Helgason og Kristinn Bjarni Andrason út 2025.

- Árni Elvar Árnason gekk til liðs við Þór frá Leikni og gerði eins árs samning.

- Samstarfssamningur við Samskip vegna Pollamóts Þórs og Samskipa endurnýjaður til þriggja ára. Pollamót Þórs eiga sér langa sögu sem nær allt aftur til 1987. Samstarf Þórs og Samskipa um Pollamótin hófst með fyrsta samstarfssamningi félaganna árið 2018.

Mars með Bónus

Lengjubikarinn

Þór – KR 4-0 (Bjarki Þór Viðarsson, Marc Rochester Sörensen, Aron Ingi Magnússon, Fannar Daði Malmquist Gíslason)

Þór – Fjölnir 1-1 (Fannar Daði Malmquist Gíslason)

Þór – Breiðablik 0-1

- Birkir Heimisson gekk til liðs við Þór frá Val. Birkir sneri þar með aftur heim í Þorpið eftir átta ára fjarveru en hann var seldur frá Þór til hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen sumarið 2016

- Fimm Þórsarar, Ásbjörn Líndal Arnarsson, Egill Orri Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason voru valdir í U16 landsliðshóp Íslands og tóku þátt í UEFA Development móti á Gíbraltar.

- Jón Jökull Hjaltason gekk til liðs við Þór frá ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning.

- Knattspyrnudeild Þórs, GA Smíðjárn, Ísrör og Vélaleiga HB gerðu með sér nýjan samstarfssamning til eins árs.

- Knattspyrnudeild Þórs og danska úrvalsdeildarliðið FC Midtjylland náðu samkomulagi um kaup danska félagsins á Agli Orra Arnarssyni og skrifaði Egill undir þriggja ára samning við danska félagið á 16 ára afmælisdegi sínum. Egill spilaði áfram með Þór til 1.júlí.

Apríl með Landsbankanum

 

Mjólkurbikar

Þór – KFA 5-1 (Fannar Daði Malmquist Gíslason 2, Rafael Victor, Sjálfsmark mótherja, Alexander Már Þorláksson)

Grótta - Þór 0-3 (Rafael Victor 2, Fannar Daði Malmquist Gíslason)


- Leikmannakynning fyrir keppnistímabilið 2024 fór fram í Hamri að viðstöddu fjölmenni.

- Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson og Smári Signar Viðarsson voru boðaðir á landsliðsæfingar með U15.

Maí með Orkunni

-Keppni í Lengjudeild karla hófst hjá okkar mönnum með útileik gegn Þrótti í Laugardalnum.

Lengjudeild

Þróttur – Þór 1-1 (Rafael Victor)

Þór – Afturelding 4-2 (Birkir Heimisson, Egill Orri Arnarsson, Rafael Victor, Sigfús Fannar Gunnarsson)

ÍBV – Þór 1-1 (Sigfús Fannar Gunnarsson)

Þór – Keflavík 1-1 (Árni Elvar Árnason)

Njarðvík – Þór 5-1 (Birkir Heimisson)

Mjólkurbikar

Fjölnir – Þór 0-2 (Ingimar Arnar Kristjánsson 2)

- Árlegt herrakvöld Þórs fór fram í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Líkt og undanfarin ár seldist upp á herrakvöldið sem er orðinn fastur liður hjá Þórsurum í maímánuði.

- Orkan og Knattspyrnudeild Þórs undirrituðu nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára

- Hinn 16 ára gamli markvörður Sigurður Jökull Ingvason fór til reynslu hjá danska úrvalsdeildarliðinu FC Midtjylland og dvaldi þar í viku.

Júní með Íslandsbanka

Lengjudeild

Fjölnir – Þór 1-0

Þór – Leiknir 1-2 (Birkir Heimisson)

Dalvík/Reynir – Þór 1-3 (Elmar Þór Jónsson, Sigfús Fannar Gunnarsson, Alexander Már Þorláksson)

ÍR – Þór 1-1 (Fannar Daði Malmquist Gíslason)

Mjólkurbikar

Þór – Stjarnan 0-1

- Bæjarráð Akureyrar samþykkti samning við Íþróttafélagið Þór um upphitaðan gervigrasvöll á svæði félagsins. Áætlað er að taka völlinn í notkun í júní 2025.



- Hinn 16 ára gamli Sverrir Páll Ingason fór til reynslu hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu AZ Alkmaar og dvaldi þar í eina viku.

Júlí með VÍS

Lengjudeild

Þór – Grótta 3-1 (Ragnar Óli Ragnarsson, Kristófer Kristjánsson, Rafael Victor)

Þór – Grindavík 2-2 (Rafael Victor 2)

Afturelding – Þór 0-3 (Rafael Victor 2, Vilhelm Ottó Biering Ottósson)

Þór – Þróttur 0-1

Þór – ÍBV 0-3

Keflavík – Þór 3-2 (Rafael Victor, Aron Ingi Magnússon)

- Aron Kristófer Lárusson gekk til liðs við Þór frá KR. Aron var þar með að snúa aftur heim í Þorpið eftir fimm ára fjarveru.

- Pollamót Þórs og Samskipa var á sínum stað í byrjun mánaðarins þar sem keppendur voru um það bil 800 talsins. Um var að ræða 37.Pollamótið.

Ágúst með AK Pure Skin

Lengjudeild

Þór – Njarðvík 2-2 (Vilhelm Ottó Biering Ottósson, Birkir Heimisson)

Grindavík – Þór 3-0

Þór – Fjölnir 1-1 (Birkir Heimisson)

Leiknir – Þór 5-1 (Sigfús Fannar Gunnarsson)

Þór – ÍR 1-1 (Marc Sorensen)

- Aron Einar Gunnarsson gekk til liðs við Þór frá Al Arabi. Aron Einar sneri þar með heim í Þorpið eftir átján ára atvinnumannaferil eða allt frá því hann gekk til liðs við AZ Alkmaar frá Þór um mitt sumar 2006, þá sautján ára gamall. Heimkoma Arons var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Hamri þar sem fjölmargir Þórsarar mættu og buðu fyrirliðann velkominn heim.

- Þórsararnir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason voru í lokahópi U17 landsliðs Íslands sem keppti á Telki Cup í Ungverjalandi um miðjan mánuðinn.

- Knattspyrnudeild Þórs og danska úrvalsdeildarliðið FC Midtjylland náðu samkomulagi um kaup danska félagsins á Sigurði Jökli Ingvasyni. Sigurður hélt til Danmerkur þegar í stað og hóf að æfa og leika með unglingaliðum félagsins.

September með Slippnum

Lengjudeild

Þór – Dalvík/Reynir 2-0 (Aron Einar Gunnarsson, Rafael Victor)

Grótta – Þór 1-2 (Sverrir Páll Ingason, Aron Kristófer Lárusson)

Lokastaða í deild - 10.sæti af 12 liðum

26 stig – 6 sigrar, 8 jafntefli og 8 töp

32 mörk skoruð, 38 mörk fengin á sig

Markahæstur: Rafael Victor, 9 mörk.

- Á lokahófi knattspyrnudeildar var Rafael Victor valinn leikmaður ársins og Einar Freyr Halldórsson efnilegastur.

Rafael spilaði alls 27 leiki með Þórsliðinu á árinu og skoraði í þeim leikjum fimmtán mörk, 19/9 í Lengjudeildinni, 4/3 í Mjólkurbikarkeppninni og 4/3 í Lengjubikarnum.

Einar Freyr spilaði 9 leiki með Þórsliðinu á árinu, þrjá í Lengjubikar og sex í Lengjudeildinni en hann var að spila sína fyrstu meistaraflokksleiki á ferlinum. Einar var enn gjaldgengur í 3.flokk en lék aðallega með 2.flokki þar sem hann skoraði fimm mörk í 20 leikjum.

- Friðrik Helgi Ómarsson og Ólíver Sesar Bjarnason voru valdir til úrtaksæfinga hjá U16 og Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson hjá U15

- Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í 3.flokki karla eftir sigur á ÍA í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í leik sem fram fór á Akranesi og lauk með 2-5 sigri Þórs. Strákarnir fóru taplausir í gegnum síðustu lotu Íslandsmótsins og Íslandsmeistaratitillinn sannarlega verðskuldaður. 3.flokkur fór einnig alla leið í bikarúrslit en töpuðu þar í úrslitaleik. Þjálfarar 3.flokks voru Steinar Logi Rúnarsson, Ármann Pétur Ævarsson, Aðalgeir Axelsson og Aron Birkir Stefánsson markmannsþjálfari.

Íslandsmeistarar Þórs í 3.flokki 2024: 
Aftari röð frá vinstri: Ármann Pétur Ævarsson þjálfari, Frank Satorres, Kjartan Steinn Jónasson, Rúnar Daði Vatnsdal, Gunnar Karl Valtýsson, Peter Ingi Helgason Jones, Natan Aðalsteinsson, Lucas Viera Thomas, Kjartan Ingi Friðriksson, Lárus Sólon Biering, Kári Jónsson, Friðrik Helgi Ómarsson, Aðalgeir Axelsson þjálfari og Franz Hrólfur Friðriksson.
Fremri röð frá vinstri: Sverrir Páll Ingason, Einar Freyr Halldórsson, Ásbjörn Líndal Arnarsson, Hafþór Ingi Ingason, Kristófer Kató Friðriksson, Eiður Logi Stefánsson og Oliver Sesar Bjarnason.

Október með Ölgerðinni

- Valur lagði fram kauptilboð í Birki Heimisson sem var samþykkt og gekk Birkir því aftur til liðs við Val.

- Knattspyrnudeild Þórs og Ölgerðin gerðu með sér samstarfssamning sem felur í sér að Ölgerðin verður einn af aðal styrktaraðilum knattspyrnudeildar Þórs næstu tvö árin. Meðal annars mun eitt goðsagnakenndasta vörumerki Ölgerðarinnar, Egils Appelsín, prýða nýjan keppnisbúning Þórs frá og með næstu leiktíð.

- Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson lék sína fyrstu unglingalandsleiki þegar hann var valinn í lokahóp U15 sem tók þátt í UEFA Development móti sem fram fór í Búlgaríu.

- Fulltrúar frá knattspyrnudeild Þórs heimsóttu höfuðstöðvar Danmerkurmeistara FC Midtjylland og fylgdust þar með æfingum auk þess að eiga samtöl við marga lykilstarfsmenn félagsins.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðalþjálfari meistaraflokks, Arnar Geir Halldórsson, yfirþjálfari, Aðalgeir Axelsson, stjórnarmaður og þjálfari í yngri flokkum og Aron Birkir Stefánsson, fyrirliði mfl. og markmannsþjálfari yngri flokka fóru í ferðina.

- Ný keppnistreyja Þórs í fótbolta kom í sölu. Treyjan er fyrir meistaraflokk karla og yngri flokka lið Þórs í fótbolta næstu tvö keppnistímabil.

Nóvember með Goða

- U17 ára landslið Íslands komst áfram úr undankeppni EM sem haldin var á Íslandi í nóvember. Þór átti fimm fulltrúa í liðinu sem lauk keppni með 2-2 jafntefli gegn firnasterku liði Spánverja eftir að hafa unnið örugga sigra gegn Norður-Makedóníu og Eistlandi. Sigurður Jökull Ingvason stóð allan tímann í marki Íslands gegn Spáni og átti mjög góðan leik en hann sat á bekknum fyrri tvo leikina. Egill Orri Arnarsson bar fyrirliðaband Íslands í öllum leikjunum.

Einar Freyr Halldórsson var í byrjunarliði Íslands í öllum leikjunum þremur og lék á miðjunni. Sverrir Páll Ingason byrjaði sömuleiðis alla leiki Íslands í stöðu hægri bakvarðar. Ásbjörn Líndal Arnarsson lék í hjarta varnarinnar gegn Norður Makedóníu og Eistlandi en í leiknum gegn Eistlandi skoraði Ásbjörn eitt þriggja marka íslenska liðsins áður en hann fékk að líta rautt spjald, sem þýddi að hann var í leikbanni gegn Spánverjum.

- Kristófer Kató Friðriksson var valinn í æfingahóp U16. Á sama tíma voru Aron Óli Ödduson, Jón Alex Sveinsson og Smári Signar Viðarsson valdir á úrtaksæfingar U15.

- Goðamót númer 79 og 80 fóru fram í Boganum þar sem 5.flokkur karla og 5.flokkur kvenna öttu kappi.

- Skemmtimót knattspyrnudeildar í pílukasti fór fram í píluaðstöðu Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu.

Desember með Höldur - Bílaleiga Akureyrar

- Knattspyrnudeild Þórs tilkynnti um samning við senegalska miðjumanninn Ibrahima Balde um að leika með Þórsliðinu í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

- Fannar Daði Malmquist Gíslason, Sigfús Fannar Gunnarsson og Ýmir Már Geirsson skrifuðu undir nýjan samning.

- Markverðirnir Franko Lalic og Víðir Jökull Valdimarsson voru tilkynntir sem nýir leikmenn Þórs. Við sama tilefni undirritaði Aron Birkir Stefánsson nýjan samning.

- Spænski varnarmaðurinn Juan Guardia gekk til liðs við Þór frá Völsungi og gerði tveggja ára samning.

- Jólamót Þórs og Íslenskra Rafverktaka ehf. fór fram þann 28.desember í Boganum. Góð þátttaka var á mótinu í ár og gleðin við völd frá upphafi til enda.

Ný keppnistreyja Þórs

_____________________________________

Fylgstu með á samfélagsmiðlum

Við Þórsarar hvetjum allt okkar stuðningsfólk til að fylgjast vel með okkar starfi. Til að vera vel með á nótunum er gott að fylgjast með samfélagsmiðlum félagsins sem eru á tenglunum hér að neðan.

Þangað inn koma reglulegar fréttir úr starfinu auk þess sem viðburðir eru reglulega auglýstir.

Þór – Fótbolti á Facebook

Þór – Fótbolti á Twitter

Þór – Fótbolti á Instagram

Yngri flokkar knattspyrnudeildar Þórs á Facebook

Íþróttafélagið Þór á Facebook

Áfram Þór!