Haustdagskrá yngri flokka Þórs í fótbolta

Haustæfingar yngri flokka hefjast mánudaginn 26.ágúst næstkomandi og verður æft samkvæmt töflu sem sjá má hér að neðan. Þann sama dag verða flokkaskipti í yngstu flokkum.

Flokkaskiptin verða á mismunandi tímum hjá 4.flokki og eldri vegna verkefna viðkomandi flokka í Íslandsmóti fram í september og fá foreldrar og iðkendur upplýsingar vegna þessa á Sportabler.

Haustæfingar verða í gangi út september. Í byrjun október taka allir yngri flokkar Þórs sér rúmlega tveggja vikna frí frá æfingum áður en vetrarstarfið hefst að nýju miðvikudaginn 16.október.

Allar haustæfingar fara fram á Þórssvæðinu, þ.e. í Boganum og á grassvæðum félagsins.

Allar tilkynningar og breytingar koma fram á Sportabler hvers flokks.

ÆFINGATAFLA 26.ÁGÚST-30.SEPTEMBER.

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR SEM ERU ALLTAF TILKYNNTAR Á SPORTABLER

 

RÚTA Á HAUSTÆFINGAR

Mælt er með því að þau börn sem koma í rútuna beint úr frístund láti starfsfólk frístundar vita.

Rúturúnturinn verður sem hér segir.

7.flokkur karla og kvenna og 6.flokkur kvenna (Einnig í boði fyrir 6.flokk karla á föstudögum)

      13:30 - Oddeyrarskóli

      13:40 - Síðuskóli

      13:50 - Giljaskóli

      14:00 - Boginn

Hjá þessum flokkum er einnig boðið upp á far aftur til baka af æfingum og er rútan þá að skila börnunum af sér á eftirtöldum tímasetningum.

  15:10 - Giljaskóli

      15:20 - Síðuskóli

      15:25 - Oddeyrarskóli