Knattspyrna: Sex marka leikur, en engin stig heim

Þór/KA mátti þola tap fyrir Breiðabliki í 16. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Sex mörk skoruð og fjöldi tækifæra.

Breiðablik náði forystunni undir miðjan fyrri hálfleikinn, en Lara Ivanuša jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiksins eftir sendingu frá Huldu Ósk Jónsdóttur. Jafnt í leikhléinu. Aftur komust Blikar yfir, en Sandra María Jessen jafnaði örfáum mínútum síðar eftir að Lara hafði átt sendingu inn fyrir vörnina. Sandra María skoraði þar með sitt 17. mark í Bestu deildinni í sumar, en hún er enn sem fyrr langmarkahæst í deildinni. Breiðablik bætti við tveimur mörkum og vann leikinn, 4-2.

Þór/KA situr í 3. sæti Bestu deildarinnar með 28 stig úr 15 leikjum. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni áður en deildinni verður tvískipt í efri og neðri hluta og er klárt að Þór/KA leikur í efri hlutanum. Næsti leikur liðsins verður heimaleikur gegn Stjörnunni fimmtudaginn 15. ágúst, en lokaleikurinn er svo útileikur gegn Fylki 25. ágúst.

Nánar á thorka.is.