Öruggur sigur á Íslandsmeisturunum

Frábær leikur í Höllinni í kvöld.
Frábær leikur í Höllinni í kvöld.

Stelpurnar okkar í körfuboltanum héldu uppteknum hætti þegar Þór fékk Íslandsmeistara Keflavíkur í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld.

Um toppbaráttuslag var að ræða og var talsvert jafnræði með liðunum til að byrja með en í þriðja leikhluta tóku okkar konur öll völd á vellinum og lögðu þar með grunninn að öruggum 22 stiga sigri, 109-87.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis

Næsti leikur Þórs er nágrannaslagur gegn Tindastóli á Sauðárkróki þann 15.janúar næstkomandi klukkan 19:15.

 

 

 

Myndir úr leiknum Palli Jóh. Smellið á myndina.