Öruggur sigur og á toppnum í jólafrí

Oddur skoraði 13 mörk í dag.
Mynd - Akureyri.net
Oddur skoraði 13 mörk í dag.
Mynd - Akureyri.net

Okkar menn í handboltanum unnu öruggan sigur á Val 2 í dag þegar liðin áttust við að Hlíðarenda í Grill 66 deildinni.

Þórsarar mættu ákveðnir til leiks og náðu upp góðri forystu snemma leiks. Staðan í leikhléi 12-19 og fór að lokum svo að okkar menn unnu öruggan átta marka sigur, 29-37.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.

Nú tekur við langt jólafrí hjá strákunum en næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Fram 2 þann 30.janúar næstkomandi.