Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór styrkti stöðu sína á toppi Grill 66 deildarinnar í handbolta með sigri á Fram 2 í Úlfarsárdal þegar liðin mættust í dag.
Mikill getumunur var á liðunum og kom hann snemma í ljós. Fór að lokum svo að okkar konur unnu öruggan átta marka sigur, 21-29, eftir að hafa leitt með sjö mörkum í leikhléi, 10-17.
Smelltu hér til að sjá leikskýrsluna úr leiknum.
KA/Þór stefnir hraðbyri á endurkomu í efstu deild en með sigrinum í kvöld er forystan á toppi deildarinnar komin í fjögur stig. Næsti leikur KA/Þór er útileikur gegn Haukum 2 næstkomandi laugardag.