Róleg og notaleg stemming í vöfflukaffi

Róleg og notaleg stemming í vöfflukaffi

Eins og undanfarin ár í aðdraganda jóla hefur félagið boðið gestum og gangandi upp á rjúkandi rjómavöfflur og heitt súkkulaði í Hamri alla föstudaga fram að jólum. Í ár varð engin breyting á þessari skemmtilegu hefð. Við vöfflujárnin standa jafnan tveir fyrrum formenn félagsins þeir Árni Óðinsson, sem einnig er heiðursfélagi í Þór og Sigfús Ólafur Helgason.

Í morgun föstudaginn 6. desember var fyrsti í vöfflukaffi og var mætingin góð. Fólk var farið að tínast inn í Hamar og stóðu formennirnir tveir við vöfflujárnin fram undir klukkan 12. Þetta er skemmtileg hefð sem hittir svo sannarlega beint í mark.

Föstudagurinn 13. desember - 09:00-11:30

Föstudagurinn 20. desember - 09:00-11:30

Verið velkomin í Hamar og eigum góða stund saman og njótum aðdraganda jólanna.

Takk fyrir komuna og verið velkomin næstu tvo föstudaga í vöfflukaffi.

Vöfflumeistarnir Sigfús Ólafur Helgason og Árni Óðinsson fyrrum formenn Þórs