Sigur í fyrsta heimaleik

Okkar konur í fótboltanum unnu góðan sigur í nágrannaslag í 2.umferð Bestu deildarinnar þegar Þór/KA tók á móti Tindastóli í Boganum í dag.

Gestirnir frá Sauðárkróki náðu forystunni snemma leiks og leiddu leikinn í leikhléi, 0-1, þrátt fyrir nokkur fín tækifæri fyrir Þór/KA til að jafna leikinn. Okkar konur sýndu mikla seiglu og náðu að snúa leiknum sér í vil með mörkum frá Karen Maríu Sigurgeirsdóttur og Bríeti Jóhannsdóttur og lauk leiknum því með 2-1 sigri Þór/KA.

Ítarlega er fjallað um leikinn á Fótbolta.netVísi og hjá Morgunblaðinu.

Næsti leikur Þór/KA er útileikur gegn Val sunnudaginn 27.apríl næstkomandi.