Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Okkar menn í körfuboltanum gerðu góða ferð í höfuðborgina í kvöld þegar Þór heimsótti Fjölnismenn í 10.umferð B-deildarinnar.
Jafnræði var með liðunum til að byrja með en í öðrum leikhluta sigu okkar menn fram úr, tóku öll völd á vellinum og héldu því út leikinn.
Fór að lokum svo að Þór vann öruggan átján stiga sigur, 77-95.
Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.
Okkar menn eiga einn leik eftir fyrir jól en það er heimaleikur gegn toppliði Ármenninga þann 13.desember næstkomandi.