Tap gegn toppliðinu

Okkar menn í körfuboltanum áttu við ramman reip að draga í Höllinni í kvöld þar sem topplið 1.deildar, Ármann, var í heimsókn.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með og okkar menn fóru með forystu í hálfleikinn en í þriðja leikhluta tóku Ármenningar öll völd á vellinum og sigldu að lokum nokkuð öruggum sigri í höfn; lokatölur 63-85, Ármanni í vil.

Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.

Næsti leikur okkar manna er heimaleikur gegn Selfossi þann 10.janúar næstkomandi.

Myndir úr leiknum: Palli Jóh. Smellið á  myndina til að opna albúmið