Vont í Breiðholti

Aron Ingi og félagar áttu fá svör við leik Leiknis. Mynd: Hafliði Breiðfjörð - fotbolti.net
Aron Ingi og félagar áttu fá svör við leik Leiknis. Mynd: Hafliði Breiðfjörð - fotbolti.net

Þór tapaði í gær 1-5 gegn Leikni í Breiðholtinu í Reykjavík í gær. Mark Þórs skoraði Sigfús Fannar Gunnarsson. Janfræði var með liðunum í fyrri hálfleik en eftir hann höfðu Leiknismenn skorað tvö mörk og okkar menn eitt. Í seinni hálfleik var áfram nokkuð jafnræði fyrstu 10-15 mínúturnar eða svo en um leið og Leiknir skoraði þriðja mark sitt var eins og allur vindur væri úr Þórsliðinu og urðu lokatölur frekar niðurlægjandi 1-5.

Eftir umferðina er Þór í 10. sæti deildarinnar með 19 stig og höfum við ekki unnið leik í sjö leikjum í röð (tvö jafntefli og fimm töp) eða síðan sigur vannst á Gróttu í byrjun júlí. Það þíðir lítið að leggja árar í bát, okkar menn eru ekki alveg lausir við falldrauginn þó ólíklegt verði að teljast að svo illa fari. Næsti leikur er á heimavelli gegn ÍR um næstu helgi.