Takk, sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.

Íþróttafólk Þórs - tilnefningar

Á hverju ári fer fram kjör á íþróttafólki Þórs að fengnum tilnefningum frá deildunum. Deildir félagsins hafa frest til og með fimmtud. 8. desember til að senda inn tilnefningar.

Æfingar yngri landsliða í handbolta

HSÍ hefur boðað leikmenn til æfinga hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta í desembermánuði.

Ungur Þórsari með glæsilegan sigur í pílukasti

Ungur Þórsari, Sigurður Brynjar Þórisson, var í sviðsljósinu í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld þegar hann spilaði til úrslita í úrvalsdeild yngri spilara.

Sigurður Þórisson spilar í úrvalsdeildinni í pílukasti í kvöld

Úrvalsdeildin í pílukasti er í beinni á Stöð 2 sport í kvöld og hófst hún núna kl. 20 - um það bil sem þessi frétt fór í loftið. Þórsarar eiga fulltrúa í keppni kvöldsins, Sigurð Þórisson.

Þór hafði betur gegn Hamri-Þór

Hrefna byrjaði leikinn með látum og skoraði m.a. fjórar þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta.

Ekkert gull sótt í greipar Hauka

KA/Þór náði ekki að sækja stig í Hafnarfjörðinn í dag, lutu í lægra haldi fyrir Haukum, 28-20.

Tap á Skaganum

Karlaliðið sótti ÍA heim í kvöld en á morgun sækja stelpurnar Hamar-Þór heim í leik sem fram fer í Þorlákshöfn.

Sigur í síðasta heimaleik ársins

Þórsarar áttu ekki í neinum vandræðum með ungmennalið Selfoss, sigruðu með tíu marka mun í Höllinni í kvöld. Kostadin Petrov maður leiksins með tíu mörk. Næsti heimaleikur liðsins verður eftir tvo mánuði.

Jóhann Geir Sævarsson aftur í Þórsgallann

Handknattleiksdeildir Þórs og K.A. hafa samið um að Þórsarar fái leikmanninn á lánssamningi út yfirstandandi tímabil. Hann hefur nú þegar fengið leikheimild og verður í leikmannahópi Þórs sem mætir ungmennaliði Selfoss í Höllinni í kvöld kl. 19:30.