Fundur Þórsara með öllum framboðum á þriðjudag!

Næst komandi þriðjudagskvöld 10.maí kl.20 verður sannkallaður risa fundur í Hamri. Þá koma fulltrúar alla framboðslista til sveitarstjórnakosninga og kynna sín íþróttatengdu stefnumál fyrir okkur Þórsurum.

Naumt tap hjá stelpunum

KA/Þór tapaði naumlega í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitum í kvöld.

Sigur í fyrsta leik sumarsins

Þór lagði Kórdrengi 1-0 í Boganum í kvöld.

Miðasala hafin á kvennakvöld Þórs/KA og KA/Þórs

Miðar á Kvennakvöld Þórs/KA og KA/Þórs eru komnir í sölu í Hamri og KA-heimilinu. Posar á staðnum.

Síðustu forvöð að sækja vinninga í happadrætti meistaraflokks

Fyrir nokkru var dregið í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu og nú fer að renna út frestur til að nálgast vinningana. Til upprifjunar er hér vinningaskráin.

Áfram fær Hamar yfirhalningu

Starfsmenn í Þórs eru nú í óða önn að taka efstu hæð Hamars í gegn. Búið er að mála öll loft og veggi, en einnig er verið að leggja ný gólfefni þessa dagana.

Kvennakvöld Þórs/KA og KA/Þórs 21. maí

Stjórnir knattspyrnuliðs Þórs/KA og handknattleiksliðs KA/Þórs hafa tekið sig saman um að halda kvennakvöld til fjáröflunar fyrir félögin laugardagskvöldið 21. maí. Veistlustjóri verður Bryndís Ásmunds.

Margrét Árnadóttir heiðruð fyrir 100 leiki

Fyrir leik Þórs/KA og Vals í Boganum í gær fékk Margrét Árnadóttir afhenta Þór/KA treyju með „100“ á bakinu þar sem hún hefur leikið yfir 100 leiki fyrir Þór/KA. Margrét hefur spilað 74 leiki í efstu deild, alla fyrir Þór/KA.

Þrjár frá Þór/KA á mót í Portúgal

Angela Mary Helgadóttir, Krista Dís Kristinsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir hafa verið valdar í U16 landsliðið sem tekur þátt í móti í Portúgal núna í maímánuði.

Frábær sigur á Íslandsmeisturunum

Þór/KA fór gegn öllum spádómum í Boganum í gær og hafði 2-1 sigur gegn Val í annarri umferð Bestu deildar kvenna.