Góðar umræður á súpufundi Þórs

Töluvert var rætt í dag um svokallaða uppbyggingarskýrslu íþróttamannvirkja og kallað var eftir afstöðu framboðanna sem voru í panel hvort þau styddu það plagg óbreytt.

Elmar Freyr hyggst verja titilinn um helgina

Elmar Freyr Aðalheiðarson ríkjandi Íslandsmeistari í yfirþungavigt keppir um helgina á Íslandsmeistaramóti Hnefaleikasambands Íslands.

Linda Guðmundsdóttir ráðin í starf íþróttafulltrúa Þórs

Linda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin íþróttafulltrúi Þórs og tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Jón Stefán Jónsson, núverandi íþróttafulltrúi, verður frá þeim degi verkefnastjóri og mun meðal annars sjá um nýja heimasíðu félagsins auk þess að sinna öðrum tilfallandi störfum fyrir aðalstjórn Þórs.

Þrjár frá KA/Þór í A-landsliði kvenna

KA/Þór á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Arnar Péturssonar, landsliðsþjálfara fyrir lokaleikina í EM í handbolta kvenna. Það eru þær Rut Jónsdóttir, Unnur Ómarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir. Allar eru þær að sjálfsögðu lykilmenn í liði KA/Þórs.

Breyttur tími á aðalfundi hnefaleikadeildar

Við vekjum athygli á breittum fundartíma á aðalfundi hnefaleikadeildar Þórs sem fram fer á morgun, fimmtudag. Fundurinn hefst kl.19. En ekki kl.20 eins og áður hafði verið auglýst.

Oddvitar Samfylkingar og Miðflokks á súpufundi Þórs

Að þessu sinni verða oddvitar Miðflokks og Samfylkingarinnar, Hlynur Jóhannesson og Hildur Jana Gíslasdóttir í panel og ræða bæjarmálin og framtíðina.

Aðalfundur Íþróttafélagsins Þórs

Aðalfundur Íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í Hamri mánudaginn 11. apríl klukkan 17:30.

Síðustu forvöð að nálgast óskilamuni

Mikið magn er nú af óskilamunum á borðum í Hamri og hefur verið þar í nokkra daga, flokkað og uppraðað svo auðvelt er að finna þar flíkur. Það sem verður ósótt á miðvikudag, 6. apríl, verður gefið í fatasafnanir.

Nýir búningar væntanlegir

Meistaraflokkur karla og yngri flokkar Þórs munu í sumar leika í nýjum keppnisbúningi frá Nike. Er þetta fjórða sumarið sem Þór spilar í Nike en ,,gamli" búningurinn hafði verið við lýði þrjú undanfarin ár og reynst afar vel. Strákarnir í meistaraflokki vígðu nýja búninginn um helgina í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins og er óhætt að segja að þeir, bæði búningarnir og strákarnir, séu glæsilegir og félaginu til sóma.

KA/Þór lagði HK

Íslandsmeistarar KA/Þórs lentu í miklum vandræðum með lið HK, sem er í næst neðsta sæti Olísdeildar kvenna í handbolta, í KA-heimilinu í gær. Stelpurnar okkar knúðu þó fram sigur, 26:23, eftir að gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik, 14:13.