Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Staða KA/Þórs á botni Olísdeildarinnar í handbolta batnaði ekki í dag þegar liðið sótti Hauka heim í Hafarfjörðinn. Haukar unnu með átta marka mun og KA/Þór er enn þremur stigum frá næsta liði og þurfa að vinna að minnsta kosti tvo af síðustu þremur leikjunum til að forðast beint fall eða eiga að minnsta kosti möguleika á umspili við lið úr Grill 66 deildinni.
Eftir jafnar upphafsmínútur skoraði KA/Þór þrjú mörk í röð, komst í 6-3, en Haukar svöruðu með fjórum á móti. Að öðru leyti var jafnt á öllum tölum upp í 11-11 og aftur 13-13 þegar fyrri hálfleik lauk. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki byrlega, fjögur fyrstu mörkin voru hafnfirsk og staðan orðin 17-13 Haukum í vil áður en KA/Þór komst á blað í seinni hálfleiknum eftir um fimm mínútna leik. KA/Þór tókst að minnka muninn í eitt mark, en þá náðu Haukar undirtökunum og höfðu fimm marka forystu þegar um tíu mínútur voru eftir, 25-20. Þetta forskot gáfu Haukakonur ekki eftir og bættu heldur í á lokamínútunum og unnu að lokum átta marka sigur á KA/Þór, 32-24.
Haukar - KA/Þór 32-24 (13-13)
Haukar
Mörk: Inga Dís Jóhannsdóttir 7, Ragnheiður Ragnarsdóttir 6, Elín Klara Þorsteinsdóttir 5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 7 (29,2%), Elísa Helga Sigurðardóttir 2 (22,2%).
Refsimínútur: 2.
KA/Þór
Mörk: Isabella Fraga 10, Nathalia Soares Baliana 5, Telma Lísa Elmarsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Aþena Einvarðsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 11 (25,6%).
Refsimínútur: 6.
KA/Þór á nú þrjá leiki eftir í deildinni og verður að vinna að minnsta kosti tvo þeirra til að koma sér úr fallsætinu.