Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KA/Þór þurfti að sætta sig við sex marka tap gegn Fram á útivelli í 13. umferð Olís-deildarinnar í handbolta.
KA/Þór skoraði fyrsta mark leiksins, en gestgjafarnir svöruðu með sex mörkum. Segja má að þetta bil hafi KA/Þór aldrei náð að brúa. Munurinn það sem eftir var fyrri hálfleiksins var 5-8 mörk, staðan 18-11 Fram í vil í leikhléi. KA/Þór náði nokkrum sinnum að minnka muninn niður í fjögur mörk í seinni hálfleiknum, en komust ekki nær Íslandsmeisturunum. Niðurstaðan varð sex marka tap, lokatölur 30-24.
Deildin verður því áfram nokkuð tvískipt, en með sigri hefði KA/Þór náð að nálgast Fram í 4. sætinu. Valur, ÍBV, Stjarnan og Fram eru í efri hlutanum. Fram í 4. sætinu með 17 stig, en KA/Þór í því fimmta með tíu stig. KA/Þór er þó ekki í neinni fallhættu því með þremur sigrum í röð á undan leiknum í dag náðu stelpurnar að slíta sig aðeins frá neðstu liðunum. Liðin þrjú í sætunum fyrir neðan KA/Þór töpuðu öll sínum leikjum í dag gegn liðum í efri hlutanum.
Næsti leikur hjá KA/Þór er heimaleikur gegn Val laugardaginn 28. janúar kl. 15.
KA/Þór
Mörk: Rut Jónsdóttir 7, Júlía Björnsdóttir 4, Nathalia Soares 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Ida Rasmussen 1.
Varin skot: Matea Lonac 12 (29,3%)
Fram
Mörk: Steinunn Björnsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Tinna Valgerður Gísladóttir 4, Sara Kristín Gunnarsdóttir 4, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 20 (45,5%).
Tölfræði leiksins á hbstatz.is.
Staðan í deildinni