Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Annasamri knattspyrnuhelgi á Akureyri lýkur með stórleik á Þórsvellinum.
Þór/KA tekur á móti liði ÍBV í 12. umferð Bestu deildarinnar í dag kl. 14.
Fyrir leikinn er Þór/KA í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, fjórum stigum frá toppliðunum. ÍBV er í 9. sæti með tíu stig. Liðin mættust í Vestmannaeyjum í fyrri umferðinni og þar höfðu okkar stelpur sigur, 1-0, með marki Söndru Maríu Jessen.
Þessi lið hafa mæst 27 sinnum í efstu deild Íslandsmótsins og niðurstaðan ansi jöfn. Þór/KA hefur unnið einum leik meira, ÍBV hefur skorað fjórum mörkum meira. Fyrstu viðureignir liðanna í efstu deild voru árið 2000 og vann ÍBV báða leikina.
Leikir liðanna í fyrrasumar voru fjörugir, samtals skoruð 15 mörk í tveimur leikjum. ÍBV vann 5-4 í Eyjum og 3-3 jafntefli varð á Akureyri.