Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Úrvalslið karla í knattspyrnu undir merkjum Þór/KA
Eins og eflaust flestir, ef ekki allir vita þá hefur Þór/KA verið til sem knattspyrnulið kvenna til fjölda ára eða frá 1999. Lið sem allir landsmenn þekkja enda lið sem lengi hefur verið í fremstu röð.
En það vita eflaust færri að nafnið Þór/KA á sér reyndar lengri sögu en margan grunar. Það bar svo við síðari hluta júlímánaðar árið 1936 kom beiðni frá knattspyrnuliði Reykdæla að Þór kæmi austur og léki gegn Reykdælum sunnudaginn 2. ágúst. En þá hagaði því þannig til að nokkrir félagar úr Þór ásamt nokkrum KA félögum yrðu staddir á þeim tíma á skemmtisamkomu á Breiðumýri. Því var ákveðið að tefla fram blönduðu liði Þórs og KA. Sameinaða lið Akureyrar var nefnt Þór/KA. Fór svo að Þór/KA vann leikinn með einu marki.
Trúlegt má telja (en ekki fullyrt) að þetta hafi verið í fyrsta og kannski eina sinn sem karlalið í knattspyrnu hafi leikið undir nafni Þórs/KA. Það er því ekki slæm tölfræði að vera með 100% vinningshlutfall í nærri 87 ár.
1. flokkur Þórs fyrir framan Þórsskúrinn (búningaskýlið) myndin er tekin eftir 1935