Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Í Hæfileikamótun N1 og KSÍ koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu. Fjölmargir viðburðir fara fram um allt land og hundruðir drengja og stúlkna fá tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Á undanförnum dögum hafa farið fram landshlutaæfingar í Boganum sem eru hluti af Hæfileikamótun KSÍ og þar hafa fimmtán Þórsarar fengið að spreyta sig fyrir augum landsliðsþjálfara U15.
Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 drengja, stýrði æfingu í Boganum í lok nóvember þar sem átta strákar úr 4.flokki Þórs, fæddir 2010, tóku þátt. Það eru eftirtaldir.
Aron Óli Ödduson
Bjarki Fannar Arnarson
Gunnar Karl Valtýsson
Jón Alex Sveinsson
Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson
Smári Signar Viðarsson
Tryggvi Hrafn Haraldsson
Þórhallur Jóhannsson
_____________________________________________________________________________________________________________________________________________
Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 stúlkna, stýrði sams konar æfingu í Boganum í gær þar sem sjö stúlkur úr 4.flokki Þórs, fæddar 2010 og 2011, tóku þátt. Það eru eftirtaldar.
Arna Lind Jóhannsdóttir
Emma Júlía Cariglia
Guðrún Lára Atladóttir
Hafdís Nína Elmarsdóttir
Manda María Jóhannsdóttir
Silja Huld Sigurðardóttir
Þóra Margrét Guðmundsdóttir
_____________________________________________________________________________________________________________________________________________
Kató í æfingaleikjaverkefni með U15
Það eru ýmis verkefni í gangi hjá ungviðinu allan ársins hring í KSÍ verkefnum og í síðustu viku dvaldi Þórsarinn Kristófer Kató Friðriksson (2009) í Reykjavík þar sem hann tók þátt í æfingaviku með U15 ára landsliði Íslands en Kató lék fyrr á árinu sína fyrstu landsleiki með U15.
Í síðustu viku æfði hópurinn saman fyrri part dags og spiluðu æfingaleiki við félagslið af höfuðborgarsvæðinu á kvöldin.
Óskum okkar flottu fulltrúum til hamingju með þessi tækifæri.
Kató lék sína fyrstu landsleiki fyrr á árinu.