3 á 3 Götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa – sigurvegarar og verðlaunahafar

3 á 3 Götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa – sigurvegarar og verðlaunahafar

Laugardaginn 27. ágúst fór fram 3 á 3 Götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa við Glerárskóla á Akureyri, en völlurinn var formlega vígður fyrr um daginn. Mótið var haldið í tengslum við Akureyrarvöku sem er árviss bæjarhátíð.

Mótið fór fram í blíðskaparveðri og þótti heppnast einstaklega vel. Átján lið voru skráð til leiks og var keppt í fjórum flokkum: 13 ára og yngri, 15 ára og yngri, öldunga (25 ára og eldri) og opnum flokki. Fullt af áhorfendum mættu á völlinn, MeisDarri þeytti skífum og hélt uppi dúndrandi körfuboltastemningu auk þess sem heitt var á grillinu. Þetta er lífið! Leikurinn verður pottþétt endurtekinn að ári og vonandi gott betur. Mótshaldarar þakka öllum leikmönnum, þeim sem lögðu leið sína á völlinn og sér í lagi sjálfboðaliðunum sem gera svona viðburði mögulega.

Leikirnir á mótinu voru 32 talsins, margir stórskemmtilegir og oft sáust skemmtileg tilþrif. Í fyrri hluta mótsins var spilað í flokki 13 ára og yngri og öldunga (25 ára og eldri) í seinni hlutanum öttu liðin í 15 ára og yngri og opnum flokki kappi. Hér að neðan má sjá hvaða lið báru sigur úr býtum í hverjum flokki og hverjir hlutu aukaverðlaun, sem öll höfðu skírskotun til Ágústar H. Guðmundssonar heitins: Gústinn – háttvísiverðlaun, Peysan - flottasta liðið, Boston - bestu tilþrif og Áttan - besti leikmaður. Páll Jóhannesson var svo að sjálfsögðu á vellinum og smellti myndum af leikjunum og liðunum.

Fyrri hluti (U-13 og öldungar)

13 ára og yngri

  • Sigurlið: Dream Team

Öldungar (25 ára og eldri)

  • Sigurlið: Skotfélagið

Gústinn – háttvísiverðlaun: Curvyboltafjelagið

Peysan - flottasta liðið: Dream Team

Boston - bestu tilþrif: Nökkvi Jón Stefánsson, Þristarnir

Áttan - besti leikmaður í U-13: Bergvin Ingi Magnússon, Dream Team

Áttan - besti leikmaður í öldungaflokki: Rúnar Þór Ragnarsson, Skotfélagið

Seinni hluti (U-15 og opinn flokkur)

15 ára og yngri

  • Sigurlið: BGSN

Opinn flokkur

  • Sigurlið: Búlgaríu kona

Gústinn – háttvísiverðlaun: Götugreindir

Peysan - flottasta liðið: Durgarnir

Boston - bestu tilþrif: Aron Geir Jónsson, 4 Harðir

Áttan - besti leikmaður í U-15: Birkir Orri Jónsson

Áttan - besti leikmaður í opnum flokki: Reynir Róbertsson, Búlgaríu kona

Myndir frá Vígsluathöfninni og Götukörfuboltamótinu eru komnar í myndaalbúm. Allar myndir Páll Jóhannesson.

Myndaalbúm