Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar biðu afhroð gegn Fjölni þegar liðin mættust í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar í Egilshöllinni í kvöld. Sex marka ósigur varð niðurstaðan.
Þrjár breytingar voru gerðar á Þórsliðinu frá síðasta leik eftir sigur á Leikni. Elmar Þór Jónsson, Bjarki Þór Viðarsson og Kristján Atli Marteinsson komu inn í byrjunarliðið fyrir Birgi Ómar Hlynsson, Ingimar Arnar Kristjánsson og Ými Má Geirsson.
Þórsarar þurftu að gera breytingar á liðinu strax um miðjan fyrri hálfleik þegar Mark Sörensen fór meiddur af velli og Ingimar Arnar Kristjánsson kom inn í hans stað. Skömmu áður hafði Valdimar Daði Sævarsson átt sláarskot, en heimamenn svöruðu hins vegar með marki og bættu svo við tveimur á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiksins og staðan 3-0 fyrir Fjölni þegar liðin héldu til búningsklefa í leikhléi. Skemmst er frá því að segja að Fjölnir vann seinni hálfleikinn einnig 3-0 og leikinn því samanlagt 6-0.
Þór er í 4.-5. sæti deildarinnar að loknum fjórum umferðum með sex stig, en liðið hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur. Næsti leikur Þórs í deildinni er heimaleikur gegn Ægi föstudaginn 2. júní kl. 18.
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.