Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Eftir sigur á Leikni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í vikunni fá Þórsarar Leiknismenn aftur í heimsókn á Þórsvöllinn í dag. Leikurinn hefst kl. 15.
Leikur liðanna er í 3. umferð Lengjudeildarinnar, en bæði liðin eru með þrjú stig eftir tvo leiki. Leiknir sigraði Þrótt úti, en tapaði gegn Selfossi heima. Þórsarar sigruðu Vestra heima, en töpuðu gegn Aftureldingu úti.
Að venju verður upphitun fyrir leikinn og hefst hún í Hamri kl. 13:30. Leikurinn sjálfur hefst kl. 15:00. Geddi Ara á grillinu og Dj Jon Daerber verður með upphitun fyrir herrakvöldið strax að leik loknum.
Þór og Leiknir hafa mæst 23svar sinnum í næstefstu deild Íslandsmótsins og Þórsarar oftar haft betur. Þór hefur sigrað í rúmum helmingi leikja þessara liða í næstefstu deild, 12 sinnum, sjö sinnum hafa liðin skilið jöfn og fjórum sinnum hefur Leiknir sigrað. Fyrsti leikur þessara liða í næstefstu deild var 1996 á Akureyrarvelli og lauk með sigri Þórs, 2-1. Liðin hafa hins vegar ekki mæst í Lengjudeildinni síðan sumarið 2020, en leikur liðanna sem átti að fara fram á Þórsvellinum það sumar var aldrei spilaður þar sem mótið var ekki klárað. Leiknir spilaði síðan í efstu deild 2021 og 22.