Fréttir & Greinar

Bikarúrslit: Upp er runninn öskurdagur!

Þegar Þórsstelpurnar stíga á fjalirnar í Laugardalshöllinni í kvöld og mæta Keflvíkingum í úrslitaleik VÍS-bikarsins verða liðnir 17.879 dagar frá því að okkar konur hömpuðu bikarnum í Íþróttaskemmunni á Akureyri síðdegis laugardaginn 12. apríl 1975, eða 48 ár, 11 mánuðir og 12 dagar. Það er því ekki nema von að litið sé á þennan leik í kvöld sem stórviðburð í sögu félagsins.

Handbolti: Erfitt verkefni hjá KA/Þór, en enn er von

Lokaumferðin í Olísdeild kvenna í handbolta verður spiluð í dag og hefjast allir leikirnir kl. 17:30. KA/Þór sækir Fram heim og þarf á stigi að halda, í það minnsta, til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni. 

Handbolti: Þórsarar fá topplið deildarinnar í heimsókn

Þórsarar taka á móti toppliði Grill 66 deildarinnar í handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag kl. 15. 

Knattspyrna: Þór/KA og Breiðablik mætast í undanúrslitum

Þór/KA tekur á móti liði Breiðabliks í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars kvenna í Boganum í dag kl. 15. Vakin er athygli á breyttum leiktíma.

Bikarúrslit: Höfum sýnt að við getum unnið þær!

„Þetta var svo frábær sigur á miðvikudaginn!“ sagði hin magnaða Lore Devos þegar fréttaritari heyrði í henni hljóðið í aðdraganda leiksins á morgun. Lore hefur reynst félaginu dýrmæt í harðri baráttu í Subway-deildinni og VÍS-bikarnum á leiktíðinni. Hún er næstum alltaf stigahæst leikmanna liðsins, tekur að jafnaði mikið af fráköstum og er áberandi og mikilvæg í öllum aðgerðum liðsins. 

Egill Orri til FC Midtjylland

Egill Orri Arnarsson mun ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið FC Midtjylland í sumar.

Vinningaskrá úr happdrætti meistaraflokks karla í fótbolta

Búið að draga í happdrætti meistaraflokks karla í fótbolta.

Körfubolti: Miðasala á úrslitaleikinn hafin

Rafíþróttir: Þór og SAGA mætast í undanúrslitum Stórmeistaramótsins

Hver stórviðburðurinn rekur annan hjá íþróttafólki Þórs þessa dagana. Fram undan eru undanúrslit og úrslit í Stórmeistaramótinu í tölvuleiknum Counter Strike og þar eru Íslandsmeistarar Þórs að sjálfsögðu á meðal keppenda.

Kennslustund í hugarfari og bikarúrslit í kortunum!

Stórkostleg frammistaða innan vallar sem utan, frábært hugarfar, barátta, sigurvilji og trú leikmanna á verkefnið, ómetanlegir og óviðjafnanlegir stuðningsmenn sem létu Rauða hafið líta út eins og ólgusjó þrátt fyrir að vera allmiklu færri í stúkunni en stuðningsmenn Grindvíkinga. Kennslustund í hugarfari og auðvitað frábærar körfuboltakonur með snjallan og yfirvegaðan þjálfara skiluðu kvennaliði Þórs í körfubolta sæti í úrslitaleik VÍS-bikarkeppninnar eftir glæsilegan sigur á Grindvíkingum í undanúrslitaleik, 79-75, í undanúrslitum í Laugardalshöllinni í kvöld.