Aron Kristófer í Þór

Kominn heim. Mynd - Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net
Kominn heim. Mynd - Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net

Aron Kristófer Lárusson er genginn til liðs við Þór frá KR og gerir samning sem gildir út keppnistímabilið 2026.

Aron er því kominn aftur heim í Þorpið eftir 5 ára fjarveru en hann gekk í raðir ÍA frá Þór sumarið 2019 og hefur síðan þá leikið 74 leiki í efstu deild fyrir ÍA og KR.

Alls hefur Aron leikið 203 leiki í meistaraflokki hér á landi fyrir Þór, Völsung, ÍA og KR og skorað í þeim 15 mörk.

Knattspyrnudeild Þórs og knattspyrnudeild KR komust að samkomulagi um félagaskipti fyrir Aron í gær og er hann nú mættur til Akureyrar og mun æfa með Þórsliðinu síðar í dag þar sem okkar strákar leggja lokahönd á undirbúning fyrir útileik gegn Keflavík í l Lengjudeildinni á morgun.

Við bjóðum Aron Kristófer velkominn heim og hlökkum til að fylgjast með honum í baráttunni í sumar.