Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Heiða Hlín Björnsdóttir, fyrirliði Þórs, hefur spilað með Snæfelli í efstu deild, en nú rætist draumurinn um að spila með uppeldisfélaginu, Þór, í efstu deild á næsta tímabili.
Heiða spilaði í 40 mínútur af 45 í leiknum í gær. Hún skoraði 16 stig, þar af voru fjórir þristar. Hún átti flestar stoðsendingar Þórsara, eða sex. Heiða Hlín var einnig sá leikmaður Þórs sem var með bestu útkomuna úr plús/mínus tölfræðinni, eða 19. Þessi tölfræði sýnir með hve mörg fleiri stig liðið skoraði en hitt liðið þær mínútur sem viðkomandi leikmaður var inni á vellinum.
Heiða Hlín var að sjálfsögðu til í viðtal eftir leik.