Sveinn Elías og Hafsteinn handsala samninginn,
Á bak við þá eru Pétur Orri Arnarson, Nökkvi Hjörvarsson og Rafael Victor í nýjum keppnisbúningi Þórs.
Knattspyrnudeild Þórs og Vídd hafa framlengt samstarfssamning sinn.
Samningurinn felur meðal annars í sér að vörumerki Vídd mun prýða alla keppnisbúninga Þórs, í meistaraflokki og yngri flokkum.
Flísaverslunin Vídd var stofnuð árið 1991 af Sigrúnu Baldursdóttir og Árna Yngvasyni. Vídd er fyrir löngu orðin að alhliða flísaverslun með nánast allt sem viðkemur flísum og fylgiefnum þeirra. Verslun fyrirtækisins er staðsett í Njarðarnesi 9 á Akureyri.
Hafsteinn Árnason, verslunarstjóri Víddar og Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, skrifuðu undir samninginn á pallinum við Hamar á dögunum.