Efstu deildar sætið tryggt - Meistarafögnuður í Hamri

Þór mun leika meðal þeirra bestu á næsta tímabili í handboltanum eftir öruggan sigur á HK 2 að viðstöddum tæplega 1000 áhorfendum í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag en um var að ræða lokaumferð Grill 66 deildarinnar.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.

Með sigrinum tryggðu okkar menn sér deildarmeistaratitilinn og eina sætið sem tryggir keppnisrétt í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili en önnur lið Grill 66-deildarinnar fara í umspil um eitt laust sæti ásamt Gróttu sem hafnaði í 11.sæti Olís-deildarinnar í vetur.

Meistarafögnuður í Hamri

Boðað hefur verið til meistarafagnaðar í Hamri í tilefni af deildarmeistaratitlinum og eru allir velkomnir frá klukkan 19:30. Leikmenn mæta klukkan 20:00 og klukkan 22:00 verður aðgangur takmarkaður við 18 ára og eldri

Um leið og við óskum strákunum til hamingju með frábært tímabil hvetjum við Þórsara til að líta við í Hamar og fagna saman.