Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sandra María Jessen lék sinn 50. A-landsleik á dögunum.
Þrír leikmenn A landsliðs kvenna hafa nýlega náð 50 leikja áfanga. Alexandra Jóhannsdóttir lék sinn 50. leik þegar íslenska liðið lék gegn Sviss í febrúar. Karólína Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen náðu áfanganum í leiknum við Noreg á Þróttarvelli síðastliðinn föstudag.
Allar fengu þær afhent áletrað úr skv. reglugerð KSÍ um veitingu landsliðs- og heiðursviðurkenninga. Það voru Helga Helgadóttir varaformaður KSÍ og Þorvaldur Örlygsson formaður sem afhentu viðurkenninguna.
Við óskum Söndru Maríu til hamingju með áfangann.