Vegna framkvæmda á Ásnum - Sýnum tillitsemi

Það verður mikil umferð stórra bifreiða og véla í kringum Þórssvæðið næstu tvo dagana vegna framkvæmda sem standa yfir á Ásnum.

Þá sérstaklega austan Bogans og því munu bílastæði fyrir fatlaða færast austar á bílastæðinu.

Biðjum við því alla sem eiga ferð um félagssvæðið okkar um að sýna aðgát og tillitsemi.

Framkvæmdirnar eru vegna nýs gervigrasvallar sem mun verða tekinn í notkun í sumar.