Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Fimm Þórsarar hafa verið valin til þátttöku í Hæfileikamóti KSÍ. Um er að ræða lokapunktinn í hæfileikamótun KSÍ sem er fyrsta stigið í afreksstarfi KSÍ.
Margrét Magnúsdóttir, yfirmaður í Hæfileikamótun stúlkna, hefur valið leikmenn til þátttöku í Hæfileikamóti dagana 26.-28. mars næstkomandi. Í þeim hópi eru Þórsararnir Emma Júlía Cariglia og Helena Lind Logadóttir.
Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.
Ómar Ingi Guðmundsson, yfirmaður í Hæfileikamótun drengja, hefur valið leikmenn til þátttöku í Hæfileikamóti dagana 31. mars - 2. apríl næstkomandi. Í þeim hópi eru Þórsararnir Arnór Elí Geirsson, Hilmar Daði Jónsson og Vilhjálmur Jökull Arnarsson.
Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.
Við óskum þessum efnilegu leikmönnum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.