Nýr keppnisbúningur frumsýndur í sigri á KA

Okkar menn í fótboltanum frumsýndu nýjan keppnisbúning Þórs í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins.

Macron framleiðir búninginn líkt og undanfarin ár. Var hann sérhannaður og er allur hinn glæsilegasti líkt og sjá má á myndunum hér að neðan sem teknar eru af Ármanni Hinrik.

Leiknum lauk með sigri Þórs í vítaspyrnukeppni og eru okkar menn því Kjarnafæðimeistarar 2025. Um var að ræða síðasta æfingaleikinn fyrir alvöruna því keppni í Mjólkurbikarnum hefst næstkomandi fimmtudag, 3.apríl þar sem Þórsarar munu mæta annað hvort Magna eða Kormáki/Hvöt og fer leikurinn fram í Boganum.