Matthías Örn Íslandsmeistari annað árið í röð

Þórsarinn Matthías Örn Friðriksson er Íslandsmeistari í pílukasti 501 eftir frábæra frammistöðu í dag en keppt var á Bullseye í Reykjavík.
 
Matthías var með 80 í meðaltal yfir alla leiki dagsins, skoraði fjórtán sinnum 180 og átti eitt útskot upp á 170. Matthías kórónaði góðan dag með frábærri frammistöðu í sjálfum úrslitaleiknum.
 
Þetta er annað árið í röð sem Matthías hampar Íslandsmeistaratitlinum í 501.
 
Við óskum Matthíasi til hamingju með árangurinn.