„Ég vissi ekki að mér gæti þótt svona vænt um einhverja krakka á Íslandi“

Maddie Sutton hefur reynst Þór vel.
Mynd - Palli Jóh.
Maddie Sutton hefur reynst Þór vel.
Mynd - Palli Jóh.

RÚV fjallaði ítarlega um afrek Þórsarans Maddie Sutton í kvöldfréttum í gær.

Maddie hefur stimplað sig inn sem einn allra besti leikmaður Bónusdeildarinnar í körfubolta í vetur og náði mögnuðu afreki í sigurleiknum gegn Njarðvík í Höllinni í síðustu viku.

Í innslagi RÚV var einnig rætt við A-landsliðskonuna okkar, Evu Wium en þær Maddie hafa komið að þjálfun í yngri flokkum Þórs undanfarin ár og verið öflugar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur félagsins.

„Ég elska þær, dýrka þær. Ég vissi ekki að mér gæti þótt svona vænt um einhverja krakka á Íslandi en Guð minn góður, þær eiga hjartað mitt. Þær veita mér innblástur. Þær koma á alla leikina og við þjálfum þær alla daga,“ sagði Maddie meðal annars um stelpurnar sem hún hefur þjálfað.

Smelltu hér til að sjá innslagið og frétt RÚV í heild sinni.


Stelpurnar okkar eiga tvo heimaleiki framundan í Bónusdeildinni en á morgun koma Valskonur í heimsókn í Höllina í leik sem hefst klukkan 19:15. Við hvetjum Þórsara til að fjölmenna í Höllina og styðja Þór til sigurs.