Einar Freyr til reynslu í Belgíu

Einar eftir æfingu ytra.
Einar eftir æfingu ytra.

Þórsarinn Einar Freyr Halldórsson dvelur nú í Belgíu þar sem hann æfir með og skoðar aðstæður hjá belgíska úrvalsdeildarliðinu Westerlo.

Einar sem er 16 ára gamall miðjumaður (f. 2008) steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Þórs síðasta sumar þegar hann spilaði sex leiki í Lengjudeildinni.

Einnig hefur Einar leikið fjórtán leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann æfir og spilar æfingaleiki með U21 og U23 ára liði Westerlo og er um að ræða vikudvöl. 

Við óskum Einari til hamingju með þetta flotta tækifæri og góðs gengis ytra.