Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Fjórar ungar og efnilegar úr kvennaliði Þórs í körfubolta hafa skrifað undir samninga við körfuknattleiksdeild Þórs og verða með Þór í Subway-deildinni á komandi tímabili.
Emma Karólína Snæbjarnardóttir (2008) er bakvörður, 177 sentímetrar að hæð og ein allra efnilegasta körfuboltakona landsins. Emma Karólína æfði á dögunum með U16 ára landsliði Þýskalands og stóð sig frábærlega þar, en hún hefur einnig verið í U16 landsliði Íslands. Emma Karólína á íslenskan föður og þýska móður og getur því spilað með hvoru landsliðin sem er. Hún spilaði að meðaltali tæplega 15 mínútur í leik með Þórsliðinu á nýafstöðnu tímabili, skoraði 5,7 stig að meðaltali í leik og tók 3,7 fráköst. Hún var með 7,1 framlagsstig í leik að meðaltali.
Katrín Eva Óladóttir (2003) er framherji, 175 sentímetrar að hæð. Hún kom til Þórs frá Tindastóli og spilaði með liðinu í 1. deildinni síðastliðinn vetur. Katrín Eva spilaði að meðaltali tæpar níu mínútur í leik á tímabilinu. Katrín Eva kom við sögu í sex leikjum með Þórsliðinu í vetur.
Vaka Bergrún Jónsdóttir (2008) er bakvörður, 172 sentímetrar að hæð og ein af þeim efnilegri í sinni stöðu á landinu. Vaka Bergrún var í leikmannahópi Þórs í 1. Deildinni á síðastliðnu tímabili og spilaði að meðaltali tæpar sex mínútur í leik. Hún hefur verið lykilmaður í liðum Þórs í yngri flokkunum. Hún kom við sögu í 12 leikjum Þórsliðsins í vetur.
Valborg Elva Bragadóttir (2006) er framherji, 174 sentímetrar að hæð. Hún kom til liðs við Þór frá Skallagrími í Borgarnesi þegar kvennalið félagsins var lagt niður. Valborg Elva kom við sögu í 11 leikjum með Þórsliðinu á síðastliðnu tímabili og spilaði að meðaltali um sex og hálfa mínútu í leik.
Valborg Elva Bragadóttir í leik gegn Breiðabliki-b. Mynd: Páll Jóhannesson.
Vaka Bergrún Jónsdóttir í leik gegn Breiðabliki-b. Mynd: Páll Jóhannesson.
Katrín Eva Óladóttir í leik gegn Breiðabliki-b. Mynd: Páll Jóhannesson
Emma Karólína Snæbjarnardóttir í leik gegn Stjörnunni. Mynd: Páll Jóhannesson