Endurheimtu toppsætið með stórsigri

Okkar menn í handboltanum tróna á toppi Grill 66 deildarinnar eftir að hafa unnið stórsigur á Handknattleiksbandalagi Heimaeyja í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag.

Hið nýstofnaða lið Eyjamanna vermir botnsæti deildarinnar og var töluverður munur á liðunum í dag enda fór að lokum svo að Þór vann stórsigur, 45-21.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.

Næsti leikur Þórs er útileikur gegn Handknattleiksbandalagi Heimaeyja næstkomandi föstudag, 7.mars.