Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Eva Wium Elíasdóttir hefur verið valin í A-landsliðshópinn í körfubolta fyrir æfingaleiki gegn Svíum á næstu dögum.
Eva var lykilleikmaður í liði Þórs sem tryggði sér sæti í Subway-deildinni á komandi tímabili í fyrst skipti í 47 ár, en eftir því sem næst verður komist er enn lengra síðan kvennalið Þórs átti fulltrúa í A-landsliðinu. Í fyrsta landsliðhópi Íslands sem keppti á Norðurlandamótinu í apríl 1973 voru tvær úr Þór, en þó raunar fjórar sem voru valdar í hópinn upphaflega. Þær Friðný Jóhannesdóttir og Þóra Þóroddsdóttir fóru á Norðurlandamótið. Anna Gréta Halldórsdóttir og Guðný Jónsdóttir voru valdar í hópinn, en fóru ekki með liðinu.
Eva hefur í sumar verið á fullu með U20 landsliði Íslands, bæði Norðurlandamóti og Evrópumóti. Það má því segja að megnið af sumrinu fari í körfubolta hjá Evu og verður spennandi að fylgjast með henni með A-landsliðinu í þessu verkefni sem fram undan er. Auk Evu eru þrjár aðrar í hópnum sem ekki hafa áður verið í A-landsliðinu. Þjálfari A-landsliðs kvenna er Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlaliðs Þórs.
Landsliðið mætir Svíum ytra í tveimur æfingaleikjum á morgun og laugardag. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir þátttöku í undankeppni EM 2025 sem hefst í nóvember, en dregið verður í riðla í september.
Við óskum Evu til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis með A-landsliðinu.