Eyjamenn koma í heimsókn og nú er ekkert annað en þrjú stig í boði!

Mynd: Þórir Tryggva
Mynd: Þórir Tryggva

Það er ekki ofsögum sagt að allir leikirnir í Lengjudeild karla í fótbolta þetta árið séu mikilvægir, svo jöfn er deildin. Okkar strákar sitja sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum frá 5. sætinu, sem er síðasta umspilssætið um hið langþráða sæti í efstu deild að ári.

Eyjamenn eru í þriðja sæti með 22 stig og geta farið í annað sæti með sigri. Bæði lið hafa leikið 13 leiki en öll önnur lið í deildinni 14. 

Kannski er öfsögum sagt að það sé að duga eða drepast en það er svo sannarlega að duga í dag ef svo má að orði komast. Okkar menn þurfa líka að fara að fara að rífa sig í gang á heimavelli en árangurinn hingað til á heimavelli er ekki boðlegur eins og þeir vita manna best.

Við stuðningsmenn þurfum hins vegar líka að koma sterkari inn en verið hefur undanfarið og hjálpa liðinu okkar að ná því langrþáða takmarki að slást um sæti í efstu deild, allt hangir þetta saman, árangur og stemmning! Mætum á völlinn og styðjum strákana til góðra verka í dag kl.15.00 á Vís-vellinum hérna í Þorpinu!