Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Okkar konur í körfuboltanum unnu góðan heimasigur í síðasta leik ársins þegar Hamar/Þór kom í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld.
Þórsliðið var reyndar frekar lengi í gang og leiddu gestirnir með ellefu stiga mun eftir fyrsta leikhluta, 18-29. Í öðrum leikhluta tóku okkar konur hins vegar öll völd á vellinum og voru fljótar að ná forystunni sem hélst svo út leikinn. Fór að lokum svo að Þór vann afar öruggan níu stiga sigur, 82-73.
Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.
Næsti leikur Þórs er útileikur gegn Grindavík þann 4.janúar næstkomandi.
Myndir úr leiknum Palli Jóh. Smellið á myndina til að opna albúmið