Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar unnu sinn þriðja sigur í A-deild karla í Lengjubikarnum í dag þegar þeir mættu HK í Kórnum. Þór og KR berjast um efsta sæti riðilsins.
Þórsarar náðu forystunni á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki sem Ingimar Arnar Kristjánsson skoraði - eða samkvæmt lýsingum fékk hann boltann í sig og þaðan fór hann í markið. Það telur jafn mikið og önnur mörk. Eins marks forysta í leikhléi. Aron Ingi Magnússon bætti við öðru marki á 60. mínútu og þar við sat. Þórssigur í höfn og fram undan er toppslagur Þórs og KR í riðlinum. Bæði lið hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Þórsarar eiga eftir að mæta KR og Fjölni, en auk Þórsara eiga KR-ingar eftir að mæta Stjörnunni. Aðeins efsta lið riðilsins fer í undanúrslit Lengjubikarsins.
HK - Þór 0-2 (0-1)