Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar náðu loks í fyrsta sigur sinn á útivelli í sumar með marki úr síðustu sókn leiksins gegn Ægi í Þorlákshöfn. Nökkvi Hjörvarsson (2006) skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark og tryggði stigin þrjú.
Eftir að hafa náð tveggja marka forystu snemma leiks og misst hana niður í jafntefli í seinni hálfleik tókst Þórsurum að nýta lokasekúndur leiksins til að tryggja sér fyrsta útisigurinn í deildinni í sumar. Heppnin var með í spilum því upp úr misheppnaðri hreinsun heimamanna fengu Þórsrar boltann á vallarhelmingi Ægismanna, brunuðu fram og boltinn barst til Nökkva Hjörvarssonar utarlega í teignum vinstra megin. Nökkvi skaut að marki og skoraði, alveg út við stöng, en markmaður Ægismanna var þó í boltanum. Fyrsta mark Nökkva í deildinni, en hann er 17 ára og þetta var aðeins önnur innkoma hans með liðinu í sumar.
Sigurinn í Þorlákshöfn var sá fyrsti hjá liðinu á útivelli í sumar, en áður höfðu komið tvö jafntefli á útivöllum, í Grindavík og Njarðvík. Stigin þrjú voru mikilvæg því Þórsliðið var aðeins þremur stigum frá fallsæti fyrir þessa umferð, en er núna þremur stigum frá umspilssæti - gætu reyndar orðið sex stig aftur eftir að umferðinni lýkur, ef Vestri vinnur í Njarðvík.
Eftir leiki gærdagsins er Þór í 7. sæti með 20 stig. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Þrótti miðvikudaginn 16. ágúst kl. 18.
Upptaka af leiknum er á YouTube-rás Lengjudeildarinnar, en hér að neðn er hægt að fara beint inn á upptökuna til að skoða hvert mark fyrir sig.
0-1
0-2
1-2
2-2
2-3