Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Í kvöld er komið að fyrsta útileik Þórsliðsins í Subway-deild kvenna í körfubolta þegar liðið mætir Fjölni í Grafarvoginum.
Eftir góðan heimasigur á Stjörnunni í fyrsta leik er komið að heimsókn í Grafarvoginn þar sem Þór mætir liði Fjölnis, sem endaði í 6. sæti deildarinnar í vor. Fjölnir mætti Grindavík á útivelli í fyrstu umferð deildarinnar og tapaði með tíu stiga mun á meðan Þór vann Stjörnuna heim með níu stiga mun.
Það sást vel í leiknum gegn Stjörnunni í fyrstu umferðinni og reyndar í heimaleikjum liðsins í fyrra hve mikilvægur stuðningur áhorfenda í Höllinni er og hvernig stemningin hafði áhrif þegar á reyndi. Það er því ástæða til að hvetja Akureyringa og aðra Þórsara á suðvesturhorninu til að mæta á leikina fyrir sunnan í vetur og styðja stelpurnar af krafti. Það skiptir máli.