Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Keflvíkingar komu norður í dag og mættu Þór/KA í 2. umferð Bestu deildarinnar. Gestirnir hirtu öll stigin.
Góð mæting var á leikinn, góð stemning og frábær stuðningur við stelpurnar, en það dugði þó ekki til sigurs. Keflvíkingar komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik með marki frá Linli Tu. Sandra María Jessen jafnaði eftir aðeins 36 sekúndna leik í seinni hálfleiknum, en tíu mínútum síðar kom annað mark frá gestunum, en að þessu sinni var það Sandra Voitane sem skoraði.
Bæði lið fengu mjög góð færi til að skora, en tókst ekki. Markvörður Keflavíkur varði frábærlega í tvígang og bjargaði sigrinum fyrir sitt lið. Á meðal tíðinda í dag var að þrjár ungar Þór/KA-stelpur spiluðu sínar fyrstu mínútur í efstu deild. Emelía Ósk Kruger (2006) spilaði allan seinni hálfleikinn, Kolfinna Eik Elínardóttir (2007) spilaði um 20 mínútur og Ísey Ragnarsdóttir (2008) tæpar tíu mínútur.
Næsti leikur Þórs/KA verður í Eyjum sunnudaginn 7. maí þegar stelpurnar sækja ÍBV heim.
Nánari umfjöllun og fleiri myndir má finna í frétt á thorka.is og Akureyri.net.
Kolfinna Eik Elínardóttir, Emelía Ósk Kruger og Ísey Ragnarsdóttir.