Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Stuðningsfólk hlýtur að mega eiga von á hörðum átökum á Þórsvellinum í kvöld þegar þrumuguðinn tekur á móti jötninum, konungi hafsins. Með öðrum orðum: Þór og Ægir mætast í fimmtu umferð Lengjudeildarinnar og hefst leikurinn kl. 18.
Að öllu gamni slepptu þurfa bæði lið á sigri að halda, Þórsarar til að svara fyrir Grafarvogsheimsóknina í síðustu umferð og Ægir hefur ekki enn unnið sinn fyrsta sigur í næstefstu deild. Ægismenn eru nefnilega að spila í fyrsta skipti í næstefstu deild Íslandsmótsins. Liðið hefur náð einu stigi, gerði jafntefli við Narðvík, tapað þremur leikjum, gegn Fjölni, Þrótti og Selfossi. Þórsarar þurfa sigur í dag til að losna við óþægindin úr síðasta leik.
Ægir fékk sæti í Lengjudeildinni eftir brotthvarf Kórdrengja, en Þorlákshafnarliðið hafnaði í 3. sæti 2. deildar í fyrra á eftir Njarðvík og Þrótti. Þór og Ægir hafa aldrei áður mæst í næstefstu deild Íslandsmótsins, en hafa þó mæst þrisvar á öðrum vettvangi. Liðin voru mættust tvívegis í 2. deild Íslandsmótsins (C-deild) sumarið 1999. Þórsarar unnu báðar viðureignir liðanna í það skiptið. Þriðja viðureignin var síðan bikarleikur í maí 2017, en það sumar var Ægir í 3. deildinni (D-deild). Þeir létu það ekki stöðva sig heldur unnu þeir á Þórsvellinum eftir 0-0 jafntefli, framlengingu og vítaspyrnukeppni.
Aðeins einn úr 18 manna hópi Þórs í bikarleiknum gegn Ægi 2017 er leikmaður Þórs í dag, markvörðurinn Aron Birkir Stefánsson, þá 18 ára að spila sitt fyrsta tímabil sem aðalmarkvörður meistaraflokks.
Leikur Þórs og Ægis hefst kl. 18 og að venju verður upphitun í Hamri fyrir leik.
Hægt verður að horfa á leikinn í beinni á YouTube-rás Lengjudeildarinnar.