Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Lið KA/Þórs fékk slæma útreið á Selfossi í átta liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar og draumurinn um að komast í undanúrslit keppninnar í Laugardalshöll breyttist í martröð.
Selfyssingar skoruðu sex fyrstu mörk leiksins og héldu áfram að auka muninn jafnt og þétt út leikinn. Forskot Selfyssinga var orðið tíu mörk eftir 20 mínútna leik og 13 marka munur var eftir fyrri hálfleikinn, 19-6. Svipað var uppi á teningnum í seinni hálfleiknum, heimakonur juku muninn jafnt og sigruðu að lokum með 19 marka mun.
Selfoss - KA/Þór 34-15 (16-9)
KA/Þór sigraði Berserki í 16 liða úrslitunum með 36 mörkum gegn sjö, eða 29 marka mun og sveiflan því 48 mörk á milli bikarleikjanna. Katla María Magnúsdóttir gerði okkar konum lífið leitt og skoraði nær helming marka Selfyssinga, 15 mörk af 34, og Cornelia Hermansson varði 18 skot í marki heimakvenna.
Selfoss
Mörk: Katla María Magnúsdóttir 15, Perla Ruth Albertsdóttir 8, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Anna Kristín Einarsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 18, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 1 (55,9%).
Refsingar: 6 mínútur.
KA/Þór
Mörk: Nathalia Soares Baliana, Lyfía Gunnþórsdóttir, Isabella Fraga, Thelma Lísa Elmarsdóttir, Hildur Magnea Valgeirsdóttir, Aþena Einvarðsdóttir, Anna Þyrí Halldórsdóttir
Varin skot: Matea Lonac 10, Sif Hallgrímsdóttir 4 (29,2%).
Refsingar: 12 mínútur.
Tölfræðin (hbstatz.is)
Leikskýrslan (hsi.is)
Næst