Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Síðasta hálmstráið hélt ekki í baráttu KA/Þórs við að halda sér í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olísdeildinni. Þriggja marka tap fyrir Fram á útivelli þýðir að liðið endar í neðsta sæti og fer í Grill 66 deildina á komandi tímabili.
Fram náði undirtökunum strax í upphafi leiks í gær og munurinn orðinn tíu mörk eftir 12 mínútna leik, staðan orðin 11-1. Átta mörkum munaði í leikhléi. KA/Þór náði þó að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar stundarfjórðungur var eftir og svo tvö mörk og fengu tækifæri til að komast enn nær sem nýttust ekki. Niðurstaðan að lokum þriggja marka tap og erfiðu tímabili lokið.
KA/Þór lýkur keppni í Olísdeildinni að sinni með sjö stig í botnsætinu. Liðið vann þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði 17. Aðeins munaði einu stigi að liðið kæmist í umspilssæti í stað fallsætisins.
Fram
Mörk: Steinunn Björnsdóttir 10, Kristrún Steinþórsdóttir 8, Berglind Þorsteinsdóttir 7, Valgerður Arnalds 3, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 6 (30%). Ethel Gyða Bjarnason 1 (11,1%).
Refsimínútur: 4.
KA/Þór
Mörk: Isabella Fraga 13, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Agnes Vala Tryggvadóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 1, Nathalia Soares Baliana 1.
Varin skot: Matea Lonac 16 (41%).
Refsimínútur: 2.