Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Annar leikur í úrslitaeinvígi Þórs og Fjölnis um sæti í Olísdeild karla í handbolta á næsta tímabili fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld og hefst kl. 18:30. Nú ríður á að Þórsarar fjölmenni í Höllina og láti vel í sér heyra.
Eins og áður má búast við jöfnum og spennandi leik, en eins og rifjað hefur verið upp hér á síðunni enduðu báðar viðureignir liðanna í deildinni í vetur með eins marks sigri heimaliðsins. Fyrsti leikurinn í einvíginu fór í framlengingu eftir að jafnt var, 23-23, að loknum 60 mínútum. Fjölnismenn höfðu þá fimm marka forystu eftir fyrri hálfleikinn, en Þórsurum tókst að jafna með góðum endaspretti. Fjölnismenn sigu svo fram úr í framlenginunni og unnu fjögurra marka sigur.
Það verður án efa hart barist, hiti og fjör í Höllinni í kvöld, hraði og spenna sem Þórsarar ættu ekki að láta framhjá sér fara.