Handbolti: Tveggja marka tap fyrir toppliðinu

Ungmennalið Fram hélt áfram sigurgöngu sinni á toppi Grill 66 deildar karla í handbolta þegar þeir heimsóttu Þórsara í Höllina í dag. Tveggja marka tap Þórsara þýðir að þeir eru áfram neðstir þeirra fjögurra liða sem keppa um sæti í Olísdeildinni.

Leikurinn var jafn lengst af, en Frammarar skriðu aðeins fram úr undir lok fyrri hálfleiksins, fjögurra marka munur í leikhléi. Þórsarar náðu að saxa jafnt og þétt á það forskot og jöfnuðu loks í 27-27 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru spennandi, jafnt á öllum tölum upp í 30-30, en gestirnir skoruðu tvö síðustu mörkin og fóru heim með bæði stigin.

Þór - Fram 30-32 (14-18)

Þór

Mörk: Brynjar Hólm Grétarsson 9, Aron Hólm Kristjánsson 5, Garðar Már Jónsson 3, Arnþór Gylfi Finnsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Halldór Kristinn Harðarson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Friðrik Svavarsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1.
Varin skot: 14 (30,4%).
Refsimínútur: 12.

Fram-U

Mörk: Felix Már Kjartansson 12, Sigurður Bjarki Jónsson 5, Bjartur Már Guðmundsson 4, Arnþór Sævarsson 4, Daníel Stefán Reynisson 3, Max Emil Stenlund 3, Benjamín Björnsson 1.
Varin skot: 16 (34,8%).
Refsimínútur: 12.

Þórsarar eru því áfram í 5. sæti deildarinnar með 18 stig. Lokaleikur liðsins í deildarkeppninni verður útileikur gegn ungmennaliði Víkings fimmtudaginn 28. mars.