Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Það er nóg fram undan hjá liðunum okkar í meistaraflokkum í boltaíþróttunum.
Veislan hefst á morgun með undanúrslitum í VÍS-bikarkeppni kvenna í körfubolta og svo þrjú lið í eldlínunni í handbolta og fótbolta á laugardag, meðal annars undanúrslitaleikur í Lengjubikar kvenna. Körfubolti á mánudag og aftur á þriðjudag í næstu viku og úrslitaleikur í Kjarnafæðimóti karla á þriðjudag.
Kvennaliðið í körfunni spilar undanúrslitaleik í bikarkeppni, kvennaliðið í fótboltanum undanúrslitaleik í undirbúningsmóti, ögurstund hjá kvennaliðinu í handboltanum og barátta um að halda sér í deildinni, lokasprettur hjá karlaliðinu í handboltanum og barátta um sæti fyrir úrslitakeppnina, lokaleikur hjá karlaliðinu í körfunni og barátta um sæti fyrir úrslitakeppnina, úrslitaleikur í æfingamóti hjá karlaliðinu í fótboltanum, áfram barátta um sæti fyrir úrslitakeppnina hjá kvennaliðinu í körfunni. Eðli málsins samkvæmt geta svo fylgt fleiri leikir í kjölfar undanúrslitaleikja, en við bíðum með að ræða þá.
Miðvikudagur 20. mars kl. 20
Laugardalshöllin
VÍS-bikarkeppni kvenna, undanúrslit
Þór - Grindavík
Laugardagur 23. mars kl. 15
Boginn
Lengjubikar kvenna, A-deild, undanúrslit
Þór/KA - Breiðablik
Laugardagur 23. mars kl. 15
Íþróttahöllin á Akureyri
Grill 66 deild karla, 17. umferð
Þór - Fram U
Laugardagur 23. mars kl. 17:30
Úlfarsárdalur
Olísdeild kvenna, lokaumferð
Fram - KA/Þór
Mánudagur 25. mars kl. 19:15
Íþróttahöllin á Akureyri
1. deild karla, lokaumferð
Þór - Skallagrímur
Þriðjudagur 26. mars kl. 17:30
Greifavöllurinn
Kjarnafæðimót karla, úrslitaleikur
KA - Þór
Þriðjudagur 26. mars kl. 19:15
Dalhús
Subway-deild kvenna
Fjölnir - Þór